Nýjast á Local Suðurnes

Sviptur á staðnum eftir hraðakstur innanbæjar

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglumenn á Suðurnesjum stóðu vaktina við hraðaeftirlit á Sunnubraut í Reykjanesbæ í dag, en þar er leyfilegur hámarkshraði 30 km.

Alls voru 24 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 67 km hraða og var sviptur ökuréttindum á staðnum.

Lögreglan á Suðurnesjum vill því enn og aftur minna ökumenn á að gild ástæða er fyrir 30 km hámarkshraða í nágrenni við skóla og í íbúðahverfum.