Nýjast á Local Suðurnes

2. deildin: Jafnt í Njarðvík – Tap hjá Víði

Mynd: Knattspyrnudeild Njarðvíkur

Njarðvíkingar léku sinn fyrsta heimaleik í annari deildinni í knattspyrnu í dag, þegar liðið tók á móti Sindra. Leiknum, sem var jafn og spennandi lauk með 2-2 jafntefli, en Njarðvíkingar skoruðu jöfnunarmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði bæði mörk Njarðvíkinga í leiknum.

Víðismenn heimsóttu Vestra á Ísafjörð og áttu í hinu mesta basli með sterkt lið Vestra. Leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna, sem skoruðu öll sín mörk á fyrstu 27 mínútum leiksins, en þar af var eitt sjálfsmark Víðismanna og eitt skorað úr vítaspyrnu.