Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar fá afnot af bílastæðum til fjáröflunar

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 12. október síðastliðinn að veita Knattspyrnudeild Njarðvíkur heimild til afnota af bílastæði við íþróttaaðstöðu félagsins við Afreksbraut.

Knattspyrnudeildin fór þess á leit við Umhverfis- og skipulagsráð sveitarfélagsins að fá afnot af umræddum bílastæðum undir geymslu á bílaleigubílum, gegn gjaldi til fjáröflunar fyrir félagið, líkt og gert var á síðasta ári. Njarðvíkingar fá afnot af bílastæðunum undir þessa starfsemi til 1. júní 2018.