Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiði Söru spáð góðu gengi á heimsleikunum í Crossfit

Æfir stíft undir handleiðslu þekktra þjálfara

Evrópumeistara kvenna í crossfit, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur er spáð góðu gengi á heimsleikunum í crossfit sem haldnir verða í Carson í Kaliforníu í lok júlí, auk þess er hún einn af þeim keppendum sem fjölmiðlar sem fjalla um íþróttina telja að vert sé að fylgjast vel með á meðan á keppni stendur.

sara sigmunds

Ragnheiði Söru er spáð góðu gengi á heimsleikunum í crossfit

Ragnheiður Sara er nú stödd í æfingabúðum í Manchester á Englandi ásamt fjórum öðrum íþróttamönnum sem spáð er góðu gengi á leikunum. þar æfir hún meðal annars róðrartækni undir handleiðslu Bretans Cameron Nichol sem hefur unnið til fjölda verðlauna í róðrakeppnum.

Frá Machester liggur leiðin svo til Mallorca á Spáni þar sem æfðar verða hinar ýmsu crossfit greinar undir stjórn fyrrum járkarls keppandans Chris Hinshaw. Á Spáni mun hópurinn dvelja til 4. júlí en þá verður haldið til Kaliforníu þar sem lokaundirbúningur fyrir heimsleikana mun standa yfir allt þar til keppnin hefst í lok júlí.

ragnheidur sara2

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir