Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík um miðja deild eftir tap gegn Sindra

Njarðvíkingar tóku á móti Sindra á Njarðtaksvellinum í dag og urðu að lúta í gras, en gestirnir settu flott mark eftir hraðaupphlaup á 65. mínútu, það reyndist eina mark leiksins.

Njarðvíkingar áttu fína spretti á köflum í fyrri hálfleik og hefðu átt að skora mark, eða mörk, en það gekk ekki að þessu sinni. Sindramenn áttu einnig sín færi í fyrri hálfleiknum sem þeir nýttu ekki, en þeir voru mun öflugra liðið í síðari hálfleiknum og skoruðu eina mark leiksins.