Nýjast á Local Suðurnes

Flug á milli Keflavíkur og Akureyrar: Sjö af hverjum tíu eru útlendingar

Tenging innanlands- og millilandaflugshér á landi yfir vetrarmánuðina hefur gengið vel, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands nýttu sér rúmlega 2600 farþegar þessar samgöngur í mars og apríl.

Frá þessu er greint á vef Túrista.is, í umfjölluninni kemur fram að sjö af hverjum tíu farþegum á þessari flugleið eru útlendingar.  Flugfélag Íslands hefur boðið upp á stakar ferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar yfir hásumarið undanfarin ár en í febrúar síðastliðnum hóf félagið að fljúga þessa leið allt að sex sinnum í viku.

Suðurnes.net kannaði muninn á verði, annars vegar á milli Reykjavíkur og Akureyrar og hins vegar á milli Keflavíkur og Akureyrar, þegar flugleiðin var sett í gang. Í öllum tilfellum er fargjaldið ódýrara til eða frá Keflavíkurflugvelli, þrátt fyrir að skattar og gjöld á Keflavíkurflugvelli séu nær helmingi hærri en á Reykjavíkurflugvelli.