Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkurbær gerir samstarfssamning við NES

Grindavíkurbær og Íþróttafélagið Nes hafa skrifað undir tveggja ára samstarfssamning. Í honum felst meðal annars að Grindavíkurbær leggur Nesi lið við félags- og íþróttastarf með framlagi og jafnframt skuldbindur Nes sig til að senda þjálfara til að stjórna bocciaæfingum í íþróttahúsinu í Grindavík, einu sinni í viku, 90 mínútur í senn. Æfingar hefjast í íþróttahúsinu í vikunni.

NES hefur það að markmiði að efla gott íþróttastarf fyrir fatlaða, gefa fötluðum tækifæri á að iðka íþróttir á jafnréttisgrundvelli, að mæta einstaklingum þar sem  þeir eru og þeir fái að njóta sín.

Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs skrifaði undir samninginn fyrir hönd Grindavíkurbæjar, í fjarveru bæjarstjóra, en Drífa Birgitta Önnudóttir fyrir hönd Íþróttafélagsins Nes.