Nýjast á Local Suðurnes

Ítrekuð skemmdarverk í Innri-Njarðvík – Rafmagn tekið af fjölbýlishúsi

Innri - Njarðvík

Töluvert hefur verið um að unglingar hafi unnið skemmdarverk á fjölbýlishúsum í Innri-Njarðvík að undanförnu og eru íbúar orðnir þreyttir á ástandinu ef eitthvað er að marka færslu í lokuðum Facebook-hópi íbúa í hverfinu.

Samkvæmt færslunni er meðal annars búið að eyðileggja útiljós og tæma slökkvitæki auk þess sem rafmagn hefur verið tekið af fjölbýlishúsi.

“Það eru einhverjir 3 strákar sem eru mikið saman og eru búnir eyðileggja útiljós í blokkinni eru að taka allt rafmagn af blokkinni eru búnir að klára úr öllum slökkvitækjum kasta eggjum inn í stigaganginn og flr og flr….” Segir meðal annars í færslunni.

Í færslunni og umræðum við hana eru foreldrar hvattir til að ræða við börn sín þar sem allt stefni í að lögregla verði kölluð til.