Flughált á Reykjanesbraut – Tvær bílveltur í morgun
Tvær bílveltur urðu á Reykjanesbrautinni í morgunsárið en fljúgandi hálka er á veginum.
Önnur bílveltan varð rétt austan við Vogaafleggjara en hin rétt við Reykjanesbæ.
Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur frá Brunavörnum Suðurnesja eru slys á fólki eftir velturnar minni háttar og fór það sjálft á heilsugæslu til skoðunar.