Nýjast á Local Suðurnes

Flughált á Reykjanesbraut – Tvær bílveltur í morgun

Tvær bíl­velt­ur urðu á Reykja­nes­braut­inni í morg­uns­árið en fljúg­andi hálka er á veginum.

Önnur bíl­velt­an varð rétt aust­an við Voga­af­leggj­ara en hin rétt við Reykja­nes­bæ.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem mbl.is hefur frá Bruna­vörn­um Suður­nesja eru slys á fólki eft­ir velt­urn­ar minni hátt­ar og fór það sjálft á heilsu­gæslu til skoðunar.