Nýjast á Local Suðurnes

Götur lokaðar í Reykjanesbæ vegna malbikunar

Unnið verður að malbikun í Reykjanesbæ fimmtudaginn 29 júni og verða götur lokaðar meðan á framkvæmdum stendur.

Unnið verður við hringtorg á mótum Tjarnarbrautar og Víkingabrautar og frá hringtorgi við Grænásbraut að Valhallarbraut. Búast má við umferðartöfum vegna framkvæmda en hjáleiðir verða merktar. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.

Framkvæmdum lýkur samdægurs en nánari tímasetning framkvæmdaloka er óljós.