Nýjast á Local Suðurnes

Óvissa með Flugakademíu – Öllum starfsmönnum sagt upp

Mynd: Keilir

Óvíst er hvort Flugakademían í Reykjanesbæ verði rekin áfram og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp.

Flugakademían hefur meðal annars séð um nám til atvinnuflugmannsréttinda hér á landi. Samþykkt var á fundi stjórnar Keilis í gær að þrjú félög skyldu sameinuð. Undirfélögin Flugakademían og eignarhaldsfélagið um byggingu Keilis, renna þannig inn í móðurfélagið Keili. Í kjölfarið var öllum starfsmönnum Flugakademíunnar sagt upp. Þeir voru alls níu talsins, átta lausráðnir og einn fastráðinn, segir í frétt á vef RÚV.