Nýjast á Local Suðurnes

Ferðumst 1800 kílómetra á níu mínútum – Myndband!

Mynd: Skjáskot/Youtube

Það getur verið gaman að ferðast um landið á góðum degi, en því miður eru ekki allir sem hafa tíma eða möguleika á því. Sigurður Björgvin Magnússon gerir fólki kleift að skoða hringveginn á níu mínútum, en hann tók ferðalagið upp á síma með hjálp “timelaps” stillingar.

Ferðalagið hefst í Innri-Njarðvík og svo er farið í gegnum hvern bæinn á fætur öðrum á methraða, þó er rétt að taka fram að Sigurður ók leiðina á löglegum hraða.

Myndband Sigurðar Björgvins er að finna hér fyrir neðan, við mælum með að fólk stilli græjurnar í botn og njóti ferðarinnar við undirspil Sprengjuhallarinnar og Suðurnesjasöngvarans Valdimars.