Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara hefur keppni eftir tvo daga – Sjáðu keppnistímana hér!

Árangur Evrópumeistara kvenna í crossfit, Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur sem nú er stödd í Kaliforníu þar sem lokaundirbúningurinn fyrir heimsleikana fer fram verður að teljast ótrúlega góður en hún hefur sigrað hvert mótið á fætur öðru að undanförnu, meðal annars Evrópumótið sem fram fór í júní.

Ragnheiður Sara hefur keppni þann 22. júlí og er hún talin eiga mikla möguleika á að sigra kvennaflokkinn á leikunum samkvæmt fjölmiðlum sem fjalla um keppnina vestanhafs.

Hér fyrir neðan má sjá keppnistímana á leikunum ásamt myndabandi um Evrópuleikana sem fram fóru fyrir skömmu en töluvert er fjallað um árangur Ragnheiðar Söru í myndbandinu.

Fyrir þá sem ætla sér að fylgjast með heimsleikunum þá eru keppnistímarnir hér fyrir neðan:

22. júlí  18:00 – 22:00

24. júlí  18:00 – 05:30

25. júlí 18;00 – 05:30

26. júlí 18:00 – 03:00