Nýjast á Local Suðurnes

Viðskiptatækifæri í veðurham – Bjór og skoðunarferðir á tilboði

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurnesjum sér viðskiptatækifæri í óveðrinu. Fyrirtækið Whale Watching Reykjanes sendi tölvupóst á öll gistiheimili á Suðurnesjum og auglýsti „eitt stykki storm adventure.”

„Þetta hefur verið vinsælt og fólki hefur fundist það meiriháttar að sjá hvernig allt lítur út hér. Fólki finnst þetta meiriháttar og mikið ævintýri.“ Sagði forsvarsmaður fyrirtækisins við DV.

Þá hefur veitingastaðurinn Paddy´s við Hafnargötu sett af stað tilboð á bjór fyrir þyrsta strandaglópa.