Nýjast á Local Suðurnes

Þróttur í annað sætið eftir mikilvægan útisigur

Þróttur Vogum komst upp í annað sætið í þriðju deildinni í knattspyrnu, með sigri á Dalvík/Reyni í dag, 1-2, á útivelli. Þróttarar eru í harðri baráttu um sæti í annari deildinni að ári þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Ólafur Örn Eyjólfsson og Elvar Freyr Arnþórsson sá um að koma knettinum í netið fyrir Þróttara, en bæði mörk liðsins komu í síðari hálfleik.