Nýjast á Local Suðurnes

Hálka og slæmt skyggni á vegum

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Gul viðvörun er nú í gangi hjá Veðurstofu Íslands, en mjög dimm él með litlu skyggni ganga nú yfir víða á Suðurlandi. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að um sé að ræða sunnan og suðvestan 15-23 m/s með snjókomu eða éljagangi. Skyggni getur tímabundið orðið mjög lítið og færð getur spillst á vegum.

Á vef Vegagerðarinnar segir að hálka eða snjóþekja sé á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, víðast hvar ofankoma og sums staðar strekkingsvindur.  Þá varar Vegagerðin við því að versnandi veður sé á Reykjanesbraut.