Nýjast á Local Suðurnes

Átta buxna flugfarþeganum meinað að fljúga með öðru flugfélagi

Ferðamaður­ sem hand­tek­inn var í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar í vik­unni eft­ir að hon­um var vísað frá flugi vegna þess að hann var íklædd­ur átta bux­um og tíu bol­um var vísað frá öðru flugi daginn eftir. Maðurinn seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar í sam­skipt­um við flug­fé­lög­in British Airways og easyJet. Þá segir maðurinn lög­regl­una hafa beitt sig óþarfa harðræði við handtökuna.

Maðurinn segir, í samtali við mbl.is, að hann hafi upp­haf­lega fengið þær upp­lýs­ing­ar á inn­rit­un­ar­borði Brit­ish Ariways að hon­um væri leyfi­legt að klæða sig í þau föt sem hann vildi hafa með sér fyr­ir inn­rit­un. Annað hafi hins vegar komið á daginn þegar hann ætlaði að innrita sig, þá hafi hon­um verið neitað um brott­far­ar­spjald og ekki fengið upp­lýs­ing­ar um ástæður þess aðrar en þær að hann væri dóna­leg­ur. Lögregla var kölluð til og að eigin sögn fékk hann ansi harða meðferð við hand­töku, þar sem hon­um var meðal ann­ars haldið í gólf­inu og beitt­ur piparúða.

Dag­inn eft­ir átti hann svo annað bókað flug með flug­fé­lag­inu ea­syJet. Hann seg­ir inn­rit­un og ferð sína um flug­völl­inn hafa gengið áfalla­laust fyr­ir sig, en þegar hann hafi loks komið að hliðinu hafi komið maður sem tjáði hon­um að hann fengi ekki inn­göngu um borð vegna hegðunar sinn­ar dag­inn áður.

Maðurinn þurfti því að bóka þriðja flugið að þessu sinni með norska flugfélaginu Norwegian þar sem allt gekk áfallalaust fyrir sig.