Nýjast á Local Suðurnes

Um 2000 hafa sótt um vinnu hjá Play

Um 2000 manns hafa þegar sótt um störf hjá nýju lággjaldaflugfélagi, Play, sem stefnir á að hefja flug á næstunni.

Flugfélagið mun notast við viðskiptamódel sem byggir á að skera niður kostnað og mun þannig ekki vera með fleiri en 50 starfsmenn fyrir hverja flugvél í flotanum, samanborið við 75 hjá WOW og rúmlega 100 hjá Icelandair, samkvæmt frétt á Vísi.is.