Nýjast á Local Suðurnes

Býðst til að flytja bóluefni landshluta á milli frítt

Eig­andi Cargo­flutn­inga ehf., í Reykjanesbæ, Guðbergur Reynisson hefur boðist til að flytj bólu­efni við Kórónuveirunni ókeyp­is til allra lands­hluta um leið og það kem­ur til lands­ins. Þetta gerði hann í stöðuuppfærslu á Facebook í morgun.

Guðbergur ræddi einnig málið við vefmiðilinn mbl.is, en þar sagði hann meðal annars að hann hefði nægan mannafla og bíla til verkefnisins.

„Ég er alla­vega til­bú­inn að leggja mitt af mörk­um við að koma þessu til allra lands­manna hratt og ör­ugg­lega,“ bæt­ti hann við.

Fyrirtæki Guðbergs hefur verið vaxið hratt undanfarin ár og hefur verið afar öflugt í flutningum á milli Suðurnesja og höfuðborgarinnar.