Nýjast á Local Suðurnes

Norwegian mætir á KEF á ný

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hefur hafið áætlunarflug á milli Óslóar og Keflavíkur, en flugfélagið hefur nær ekkert flogið hingað til lands eftir að kórónuveirufaraldurinn kom upp.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Keflavíkurflugvallar, en þar segir að félagið muni fyrst um sinn fljúga þessa leið tvisvar í viku í sumar en að vonast sé til að félagið geri ráð fyrir flugi til og frá landinu í vetraráætlun sinni. Flugfélagið var mjög umsvifamikið á Keflavíkurflugvelli fyrir kórónuveirufaraldurinn en hefur glímt við mikinn fjárhagsvanda undanfarin misseri.

Mynd: Facebook / Isavia