Nýjast á Local Suðurnes

Eldur í bifreið á Grindavíkurvegi

Eld­ur kviknaði í bif­reið á Grinda­vík­ur­vegi um átta leytið í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki, en einhverjar tafir urðu á umferð.

Bruna­varn­ir Suður­nesja voru fljót­ar á staðinn og slökktu eld­inn, en bif­reiðin mun vera gjör­ónýt eft­ir eld­inn. 

Ekki er vitað ná­kvæm­lega hvað olli eld­in­um, en lík­legt þykir að um ein­hvers kon­ar tækni­lega bil­un hafi verið að ræða, segir í frétt mbl.is af slysinu.

Um­ferð truflaðist á meðan á slökkvistörf­um stóð og beina þurfti öku­mönn­um fram­hjá.