Nýjast á Local Suðurnes

Nettó býður Suðurnesjamönnum á toppslag Keflavíkur og KR í kvöld

Fimmtudaginn 19. nóvember kemur KR suður með sjó og heimsækir topplið Keflvíkinga heim í TM höllina. Um sannkallaðan toppslag er að ræða þar sem KR fylgir Keflavík fast á hælum eftir í öðru sæti. Frítt verður á leikinn í boði Nettó og því má búast við að fjölmargir muni leggja leið sína á völlinn. Við hvetjum alla til að mæta snemma en grillið tendrað og ljúffengir hamborgarar verða á boðstólnum.

Keflvíkingar leika í hvítu þannig það verður vel við hæfi að stuðningsmenn mæti einnig í hvítu til að sýna stuðning, segir á heimasíðu Keflvíkinga.