Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkurhraðlestin óstöðvandi í Dominos-deildinni

Earl Brown Jr. var rekinn frá Keflavík þrátt fyrir að hann hafi skorað 25 stig að meðaltali í leik og tekið 12 fráköst

Keflvíkingar eru enn taplausir og á toppnum í Dominos-deildinni í körfuknattleik eftir góðan sigur á KR-ingum í TM-höllinni í kvöld, 89-81.

Fyrri hálfleik­ur var jafn og spenn­andi þó Keflvíkingar hefðu jafnan forystuna, þeir leiddu eftir fyrsta leikhluta 30-25. Leikurinn var svo í járnum í þeim næsta og staðan í hálfleik var jöfn, 47-47.

Í þriðja hluta náðu KR-ingar betri tök­um á sín­um leik, á meðan aðeins dró af Kefl­vík­ingum og voru það KR-ingar sem höfðu forystuna eftir þriðja leiklutann, 65:68.

Jafnt var á öllum tölum í fjórða leikhluta, þar til að Keflvíkingar sigu fram úr á lokamínútunum og höfðu sigur, 89-81.

Earl Brown Jr. var sterkur að vanda, skoraði 24 stig, tók ​15 frá­köst og átti 6 stoðsend­ing­ar auk þess sem hann vaði þrjú skot. Reggie Dupree skoraði 21 stig og Magnús Þór Gunn­ars­son 12.

Keflvíkingar sitja því enn á toppnum eftir sjö umferðir með fullt hús stiga eða 14, KR-ingar koma næstir með 10 og Njarðvíkingar verma þriðja sætið, einnig með 10 stig.