Nýjast á Local Suðurnes

Leonard framlengir við Keflavík

Keflvíkingar hafa tryggt sér áframhaldandi þjónustu sóknarmannsins Leonards Sigurðssonar, en hann hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Keflavík sem gildir út árið 2018.

Leonard er 19 ára gamall og er uppalinn hjá félaginu.  Hann hefur þegar leikið 13 leiki í efstu deild og skoraði eitt mark í deildinni síðasta sumar.  Leonard hefur einnig leikið nokkra leiki með Njarðvík sem lánsmaður.

Jón Ben., formaður kd. Keflavíkur og Leonard Sigurðsson

Jón Ben., formaður kd. Keflavíkur og Leonard Sigurðsson