Nýjast á Local Suðurnes

Reynismenn töpuðu á Akranesi

Reynismenn töpuðu gegn Knattspyrnufélaginu Kára á Akranesi í kvöld, 3-1, í toppbaráttu þriðju deildar. Úrslitin þýða að Reynir er í 4. sæti deildarinnar með 10 stig en á leik til góða.

Það var Jóhann Magni Jóhannsson sem skoraði mark Reynis rétt fyrir leikhlé eftir að heimamenn höfðu komist yfir snemma leiks. Eftir harða baráttu í seinni hálfleik voru það þó heimamenn í Kára sem náðu að innsigla sigurinn með tveim mörkum undir lok leiksins.

 

 

Mynd: Kd. Reynis