Skjálfti að stærð 4,6 við Keili
Snarpur jarðskjálfti varð klukkan 16.15 síðdegis í dag. Fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofunnar var var skjálftinn af stærðinni 4,6.
Átti hann upptök sín 2,4 kílómetra suðaustan af Keili á Reykjanesi.
Fyrr í dag, eða um klukkan korter í tvö, varð jarðskjálfti af stærðinni 3,7 á Reykjanesi.
Uppfært: Eftir yfirferð er staðfest mæling 4,2.