Nýjast á Local Suðurnes

Skjálfti að stærð 4,6 við Keili

Mynd: Visit Reykjanes

Snarp­ur jarðskjálfti varð klukk­an 16.15 síðdeg­is í dag. Fannst hann vel á höfuðborg­ar­svæðinu.

Sam­kvæmt fyrstu mæl­ing­um Veður­stof­unn­ar var var skjálft­inn af stærðinni 4,6.

Átti hann upp­tök sín 2,4 kíló­metra suðaust­an af Keili á Reykja­nesi. 

Fyrr í dag, eða um klukk­an kort­er í tvö, varð jarðskjálfti af stærðinni 3,7 á Reykja­nesi.

Uppfært: Eftir yfirferð er staðfest mæling 4,2.