Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar lögðu Grindvíkinga í Gryfjunni

Mynd: Kkd. Njarðvíkur

Njarðvík­ing­ar unnu öruggan sig­ur á grönnum sínum úr Grindavík í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölurnar urðu 97-75.

Leikurinn var þó spennandi framan af, en staðan að lokn­um fyrri hálfleik var 46-44 fyr­ir gest­ina úr Grinda­vík. Þeir misstu hins veg­ar dampinn í þriðja leik­hluta og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Njarðvíkinga sem voru að hitta afar vel fyrir utan þriggja stiga línuna.

Odd­ur Rún­ar Kristjáns­son átti flottan dag á fjölum Ljónagryfjunnar, en hann var stiga­hæst­ur hjá Njarðvík með 22 stig, Ter­rell Vin­son skoraði 19 og þeir Logi Gunn­ars­son og Maciek Bag­inski 12 stig hvor.​

Hjá Grindavík var Ólaf­ur Ólafs­son stigahæstur með 19 stig, Jó­hann Árni Ólafs­son með 13, Sig­urður Gunn­ar Þor­steins­son skoraði 12 stig og tók 13 frá­köst.