Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík lagði Grindavík í spennuleik – Keflvíkingar töpuðu fyrir botnliðinu

Njarðvík­ing­ar sigruðu Grind­vík­inga, 92-89, í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld, eftir æsispennandi lokamínútur, en leikið var á heimavelli þeirra síðarnefndu, Mu­stad-höll­inni í Grinda­vík. Það var líka spenna í Keflavík, en óhætt að segja að óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós, þar sem heimamenn töpuðu fyrir botnliði Hattar, 95-93.

Ter­rell Vin­son skoraði 27 stig fyr­ir Njarðvík og tók 13  frá­köst, Odd­ur Rún­ar Kristjáns­son skoraði 16 stig og Ragn­ar Nathana­els­son skoraði 13 og tók 12 frá­köst. Hjá Grindavík voru þeir J´Nath­an Bullock og Ólaf­ur Ólafs­son atkvæðamestir og skoruðu 18 stig hvor.

Christian Jo­nes skoraði 28 stig fyr­ir Kefla­vík og Hörður Axel Vil­hjálms­son skoraði 20.