Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík lagði KR í stórskemmtilegum leik

Amin Stevens átti frábæran leik í kvöld þegar Keflvíkingar lögðu KR-inga að velli í TM-höllinni og jöfnuðu metin í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik. Stevens skoraði 34 stig og tók 16 fráköst í 81-74 sigri Keflvíkinga.

KR-ngar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og leiddu í leikhléi, 37-46, en leikmenn Keflavíkur komu dýrvitlausir til leiks í þeim síðari og unnu sig fljótega inn í leikinn og höfðu að lokum sigur eftir stórskemmtilegan leik.

Amin Stevens var sem fyrr segir stigahæstur Keflvíkinga í kvöld með 34 stig, Magnús Már Traustason og Hörður Axel Vilhjálmsson skoruðu 14 stig hvor.