Nýjast á Local Suðurnes

United flýgur daglega á KEF í sumar

???????

Banda­ríska flug­fé­lagið United Air­lines ætl­ar að hefja flug til Íslands í júní frá New York og í júlí frá Chicago.

Í tilkynningu segir að flogið verði dag­lega á báða staðina fram á haust. United hef­ur und­an­far­in ár boðið upp á flug til Íslands frá Banda­ríkj­un­um, en þetta verður í fyrsta skipti sem flug­fé­lagið flýg­ur frá Chicago til Íslands.

Áætlan­ir fé­lags­ins gera ráð fyr­ir því að hefja flug frá Newark-flug­vell­in­um sem er staðsett­ur í New Jers­ey við hlið New York frá og með 3. júní og til 30. októ­ber. Fé­lagið áætl­ar að hefja flug frá O´Hare-flug­velli í Chicago til Kefla­vík­ur 1. júlí og að dag­legt flug verði til 4. októ­ber.