United flýgur daglega á KEF í sumar

Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar að hefja flug til Íslands í júní frá New York og í júlí frá Chicago.
Í tilkynningu segir að flogið verði daglega á báða staðina fram á haust. United hefur undanfarin ár boðið upp á flug til Íslands frá Bandaríkjunum, en þetta verður í fyrsta skipti sem flugfélagið flýgur frá Chicago til Íslands.
Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að hefja flug frá Newark-flugvellinum sem er staðsettur í New Jersey við hlið New York frá og með 3. júní og til 30. október. Félagið áætlar að hefja flug frá O´Hare-flugvelli í Chicago til Keflavíkur 1. júlí og að daglegt flug verði til 4. október.