Nýjast á Local Suðurnes

Pálmar Örn verður Palm West og syngur alvöru íslenska kántrýtónlist – Myndband!

Grindvíkingurinn og listamaðurinn Pálmar Örn Guðmundsson, sem hingað til hefur verið þekktur sem málari og annar helmingur dúósins DúBilló, hefur nú söðlað um og kemur fram undir listamannsnafninu Palm West. Hjá Palm kveður við nýjan tón og nokkuð ólíkan því sem DúBilló hefur fengist við en Palm West syngur og spilar kántrýtónlist með íslenskum texta.

Þetta kemur fram á vefsíðu Grindavíkurbæjar, en þar segir að Pálmar Örn máli einnig myndir og birtist viðtal við hann í DV árið 2015.

„Hugmyndin að Palm West og kántrítónlistinni er pínu „spontant”, en þó má rekja hana til mikils áhuga míns á kúrekum í æsku og aðdáun minni á Johnny Cash,” segir Pálmar Örn.

Þeir sem eru áhugasamir um kántrýtónlist og Palm West ættu endilega að hlýða á Hnakkinn, en lag og texti er eftir Pálmar Örn, en gítar og söngur er í höndum Palm West – Þá er um að gera að láta sér líka við Facebook-síðu Palm West, hvar heyra má nýjustu lögin og fá fréttir af kappanum beint í æð.