Nýjast á Local Suðurnes

Listamaður beðinn um að yfirgefa Bláa lónið

Gjörningalistamaðurinn Johannes Paul Raether var rekinn úr afgreiðslu Bláa lónsins og eltur út af svæðinu þegar hann framkvæmdi gjörninginn Protekto.x.x. Absurd Alloy (5.5.5.4), sem var hluti af tón- og myndlistarhátíðinni Cycle á föstudag.

Þetta kemur fram á vef DV, en þar má sjá myndir af því þegar starfsfólk Bláa lónsins ræðir við listamanninn. Rúta, full af áhorfendum elti listamanninn, sem hóf ferðalagið í álverinu í Straumsvík þar sem hópurinn fékk leiðsögn og því næst í Bláa lónið. Þar voru viðtökurnar ekki jafn vinalegar, en þegar listamaðurinn reyndi að næla sér í kísil úr lóninu var hann stöðvaður af starfsmanni. Því næst skoðaði listamaðurinn sig um í verslun Bláa lónsins en var þá vinsamlegast beðinn um að yfirgefa bygginguna – enda þyrfti leyfi fyrir slíkum uppákomum.