Nýjast á Local Suðurnes

Silja Dögg áfram á þingi – “Lofa að gera mitt allra besta á komandi árum”

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, mun sitja áfram á þingi fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi, en flokkurinn fékk 19,1% greiddra atkvæða í kjördæminu og náði tveimur mönnum inn, en flokkurinn var með fjóra þingmenn úr kjördæminu á síðasta kjörtímabili.

Silja Dögg greinir frá því á Facebook að hún sé stolt af því að fá að gegna hlutverkinu áfram og sest á þing að nýju með það að markmiði að gera samfélagið enn betra en það er í dag.