Nýjast á Local Suðurnes

Vildi sleppa undan eiginkonunni og bað um gistingu í fangaklefa

Lögregluembætti landsins keppast við að gera vel á samfélagsmiðlunum, sem annarstaðar. Lögreglan á Suðurnesjum er þar engin undantekning, en menn þar á bæ eru duglegir við að deila skemmtilegum sögum með almenningi.

Vefsíðan Skrýtið.net greindi frá því að lögreglan á Suðurnesjum hafi í stöðuuppfærslu á Facebook sagt frá sérkennilegu máli manns sem óskaði eftir gistingu í fangaklefa. Málið sem kom upp fyrir fjórum árum er rifjað upp í stöðufærslunni sem finna má hér fyrir neðan.