Nýjast á Local Suðurnes

Útskýrir stætóbreytingar – “Þarf að hugsa um heildina”

Framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar útskýrir breytingar á akstri strætó í pistli á íbúasíðum á Facebook og birtir þar mynd til skýringar.

Myndinni er skipt upp í þrá liti, gult  grænt og rautt. (Gróf teikning einungis til útskýringar) segir í pistlinum sem birtur er hér fyrir neðan:

-Við eru að taka út þrjár stoppistöðvar út (rauðar) Svört er á línu en ekki í tímatöflu)

-Við erum að bæta við 4 stoppistöðvum (grænum)

-Það er ljóst að það er verið að bæta þjónustuna hjá öllum undir gula flekanum (Norðan og vestan við Dalsbrautina) þar sem þau þrufa ekki að fara niður á Stapabraut ef þau ná ekki Dalsbrautinni.

-Græni flekinn er að fá sömu eða betri þjónustu

-Rauði flekinn þarf vissulega að fara lengra til að ná í stoppistöð. En þó eru þetta ekki þær vegalengdir, en satt lengri en þær eru nú.

Þá er spurt, hversvegna eru þessar breytingar ?

-Hverfið er hannað með þessum hætti að Dalsbrautin er lífæð hverfissins og er þar öll þjónusta þ.a.m. Strætó

-Við erum farin að huga að stefnu bæjarins um 20 min tíðni og þá er ljóst að við þurfum að minnka hringakstur/fækka km.

-Börn þurfa með þessu móti minna að fara yfir stofnbrautir til að nýta strætó.

-Við losnum við að strætó sé að fara um gatnamótin við Akurskóla sem við höfum fengið ábendingar um að sé hættulegt. (sjá 1)

-Búið er að skipuleggja Dalshverfi III og þá mun stræto ná þangað og ekki er gert ráð fyrir hringakstri þar. (sjá 4)

-Á fundinum á laugardaginn kom fram að það yrði erfitt að vera með snúning á Bjarkardal og er það í skoðun og snúningsplatti yrði þá gerður auk stoppistöðvar efst í hverfinu (sjá 2 og 3)

En aðalmálið í allri þessari vinnu okkar er að það er verið að bæta aksturinn á morgnana, kvöldin og um helgar.

Það verður hægt að nota strætó í FS, gönguleiðin er annarsvegar 350 m og hinsvegar 320 m. og hafa nægan tíma til að koma sér í skólann (ekki rétt sem er haft eftir á Facebook síðu skólans)

Í þessu hverfi eru mjög góðar gönguleiðir og ég hef brýnt það fyrir mínum mönnum að halda þeim greiðfærum, þá munum við einnig bæta lýsingu á og við skýli.

Skil fullkomlegar gremju þeirra sem verða fyrir skerðingu á þjónustu við þessar breytingar en það þarf að hugsa um heildina þegar öllu er á botninn hvolft.