Ölvuð ók á miklum hraða fram úr lögreglubifreið
Ökumaður ók bifreið sinni á miklum hraða fram úr lögreglubifreið sem var í eftirlitsferð á Reykjanesbraut um helgina. Það reyndist vera erlendur ferðamaður og mældist bifreið hennar á 122 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.
Blástur í áfengismæli renndi stoðum undir þær grunsemdir lögreglumanna að viðkomandi hefði neytt áfengis og var hún því handtekin og færð á lögreglustöð.