Tíu milljarðar króna til Reykjanesbæjar
Tekjur Reykjanesbæjar af staðgreiddu útsvari launþega jukust um 1,5 milljarða milli áranna 2017 og 2018 og námu um 9,9 milljörðum.
Þar með er Reykjanesbær fjórða tekjuhæsta sveitarfélag landsins í útsvari, en árið 2017 var Reykjanesbær í sjötta sæti. Að þessu sinni tók Reykjanesbær fram úr Garðabæ og Akureyri, en stutt er síðan Reykjanesbær varð fjórða stærsta sveitarfélag landsins, einnig á kostnað Akureyrarkaupstaðar.
Reykjavík hefur sem fyrr langhæstu útsvarstekjurnar, þær námu um 72,3 milljörðum í fyrra.