Nýjast á Local Suðurnes

Tíu milljarðar króna til Reykjanesbæjar

Tekj­ur Reykja­nes­bæj­ar af staðgreiddu út­svari launþega juk­ust um 1,5 millj­arða milli ár­anna 2017 og 2018 og námu um 9,9 millj­örðum.

Þar með er Reykja­nes­bær fjórða tekju­hæsta sveit­ar­fé­lag lands­ins í útsvari, en árið 2017 var Reykjanesbær í sjötta sæti. Að þessu sinni tók Reykjanesbær fram úr Garðabæ og Akureyri, en stutt er síðan Reykjanesbær varð fjórða stærsta sveitarfélag landsins, einnig á kostnað Akureyrarkaupstaðar.

Reykja­vík hef­ur sem fyrr lang­hæstu út­svar­s­tekj­urn­ar, þær námu um 72,3 millj­örðum í fyrra.