Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi mögulega á leið í Meistaradeildina – Læknisskoðun hjá AEK í dag

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er mögulega á leið til gríska stórliðsins AEK Aþenu, en Fótbolti.net hefur eftir grískum fjölmiðlum að um sé að ræða lánssamning á milli AEK og Rapid Vín. Þá er greint frá því að Suðurnesjamaðurinn ungi sé á leið í læknisskoðun hjá gríska liðinu í dag.

Yf­ir­maður íþrótta­mála hjá Rapid Vín, Fre­dy Bickel, sagðist á dögunum vera meira en til í að halda Arn­óri Ingva Traustasyni hjá fé­lag­inu og gefa hon­um kost á nýju upp­hafi í Vín.

AEK endaði í 4. sæti í grísku deildinni á síðasta tímabili en liðið vann síðan umspil um sæti í Meistaradeildinni.