Yfirmaður íþróttamála hjá Rapid Vín: “Meira en til í að halda Arnóri hjá félaginu”

Yfirmaður íþróttamála hjá Rapid Vín, Fredy Bickel, segist vera meira en til í að halda Arnóri Ingva Traustasyni hjá félaginu og gefa honum kost á nýju upphafi í Vín. Arnór íhugar nú stöðu sína hjá austurríska félaginu, þar sem hann er samningsbundinn til þriggja ára.
„Ég kann virkilega að meta hreinskilnina og að hann hafi sagt að hann væri ekki sáttur með sitt fyrsta ár. Og vegna þess að hann er ekki fullkomlega sáttur, þá vilji hann hugsa sig um,” sagði Bickel.
„Hann þarf að finna hvað hentar honum best,” sagði Bickel og sagðist meira en til í að halda Arnóri hjá félaginu og gefa honum kost á nýju upphafi í Vín, segir á vef mbl.is.