Nýjast á Local Suðurnes

Yf­ir­maður íþrótta­mála hjá Rapid Vín: “Meira en til í að halda Arn­óri hjá fé­lag­inu”

Yf­ir­maður íþrótta­mála hjá Rapid Vín, Fre­dy Bickel, segist vera meira en til í að halda Arn­óri Ingva Traustasyni hjá fé­lag­inu og gefa hon­um kost á nýju upp­hafi í Vín. Arnór íhug­ar nú stöðu sína hjá austurríska félaginu, þar sem hann er samn­ings­bund­inn til þriggja ára.

„Ég kann virki­lega að meta hrein­skiln­ina og að hann hafi sagt að hann væri ekki sátt­ur með sitt fyrsta ár. Og vegna þess að hann er ekki full­kom­lega sátt­ur, þá vilji hann hugsa sig um,” sagði Bickel.

„Hann þarf að finna hvað hent­ar hon­um best,” sagði Bickel og sagðist meira en til í að halda Arn­óri hjá fé­lag­inu og gefa hon­um kost á nýju upp­hafi í Vín, segir á vef mbl.is.