Nýjast á Local Suðurnes

Kostnaðarsamt að skreyta í hverfum Reykjanesbæjar

Árleg umræða um jólaskreytingar í Reykjanesbæ er farin í loftið á samfélagsmiðlum, en málið er að venju rætt á íbúasíðum á Fésbókinni. Sitt sýnist hverjum um málið en staðan í jólaskreytingamálum hefur verið þessi undanfarinn áratug eða svo.

Ástæðan fyrir skreytingaleysi í hverfum bæjarins er samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði sveitarfélagsins kostnaður við uppsetningu og viðhald á skreytingum. Til að mynda þyrfti að setja tengibox í hvern ljósastaur sem hefur að geyma einhverskonar skreytingu en slíkt mun vera afar kostnaðarsamt.  Sveitarfélagið hefur í stað þess að skreyta hverfin lagt áherslu á að skreyta miðbæinn og stofnæðar bæjarins yfir hátíðirnar.