Nýjast á Local Suðurnes

Hundruð milljóna króna tekjuaukning vegna rútuferða

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Tekjur Isavia af rútustæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar munu mögulega sjöfaldast og fara upp í nærri 700 milljónir króna á ársgrundvelli, ef miðað er við niðurstöður útboðs sem opnað var á dögunum og að áætlanir um fjölgun ferðamanna gangi eftir.

Þetta kemur fram á ferðavefnum Túritsta, en í frétt á vefnum kemur fram að tekjur Isavia af umræddum rútustæðum hafi á síðasta ári numið um 78 milljónum króna.

Samkvæmt heimildum Túrista eru Kynnisferðir með um 70% markaðshlutdeild í þessum sætaferðum í dag sem þýðir að velta fyrirtækisins af Flugrútunni verður um 1,2 milljarðar án virðisaukaskatts á næsta ári. Þar af fengi Isavia rúmlega hálfan milljarð í sinn hlut. Tekjur Hópbíla af 30% hlutdeild yrðu svo nærri 540 milljónir og þar af fengi Isavia um 180 milljónir eða samtals um 700 milljónir. Við upphæðina bætast svo 11 milljónir fyrir leigu á rútustæðum og einnig verða fyrirtækin tvö að greiða aukalega fyrir afnot af sölubásum inn í komusal flugstöðvarinnar, segir á vef Túrista, en þar er einnig rætt við forsvarsmenn rútufyrirtæjanna um hið nýja fyrirkomulag.