Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi baðst afsökunar á lélegri frammistöðu

Suðurnesjadrengurinn Arnór Ingvi Traustason bað stuðningsmenn Rapid Wien að fyrirgefa liðinu slappa frammistöðu í leik gegn slóvakíska liðinu Trencin í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á heimavelli Vínarliðsins og sigruðu gestirnir með tveimur mörkum gegn engu, það kom þó ekki að sök þar sem Rapid vann fyrri viðureignina 0-4.

Arnór Ingvi þótti þó komast ágætlega frá leiknum í gærkvöldi, ef eitthvað er að marka textalýsingar erlendra miðla, en kappinn sá meðal annars um að taka auka- og hornspyrnur liðsins í leiknum. Honum var þó skipt útaf á 83. mínútu.

Afsökunarbeiðnin er stutt og hnitmiðuð, eins og sjá má hér að neðan – Þá má einnig sjá mörk gestanna í myndabandinu hér fyrir neðan.