Nýjast á Local Suðurnes

Mikil hálka á Reykjanesbraut – Nokkur umferðarhóhöpp

Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna frostrigningar á Suðurnesjasvæðinu, en við aðstæður sem þessar skapast mikil hálka á vegum.

Mikil hálka er á Reykjanesbraut við Innri Njarðvík og eru nokkur umferðaróhöpp í gangi þar nú. Fólk sem á þar leið um er beðið um að hafa varann á og keyra rólega!