Nýjast á Local Suðurnes

Eyþór Ingi og Vox Felix í Hljómahöll – Myndband!

Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi mun halda tónleika í Stapa, Hljómahöll þann 19. desember næstkomandi klukkan 20. Sérstakir gestir á tónleikunum verða félagar í Vox Felix-kórnum sem náðu góðum árangri í kórakeppninni Kórar Íslands á dögunum.

Hér er á ferðinni létt, hugljúf og jólaleg kvöldstund þar sem Eyþór kemur fram einn síns liðs, með píanóið, gítarinn og röddina að vopni. Hátíðartónleikar Eyþórs hafa fengið frábærar viðtökur um allt land, segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.

Hægt er að nálgast miða á tónleikana hér fyrir litlar 3.000 krónur.