Nýjast á Local Suðurnes

Hefja útgáfu á ný – Reykjanes verður Suðurnesjablaðið

Fótspor ehf., hefur tekið yfir útgáfu landshlutablaða sem áður voru í eigu Vefpressunnar ehf. og hefur útgáfa flestra blaðanna hafist á ný eða mun hefjast fljótlega. Suðurnesjablaðið kom út í vikunni, en þar er um að ræða blað sem áður hét Reykjanes. Sigurður Jónsson, sem ritstýrði Reykjanesi ritstýrir hinu nýja blaði.

Útgáfan var stöðvuð í lok nóvember síðastliðins í kjölfar eigendaskipta hjá Vefpressunni ehf. Öll landshlutablöð í eigu Pressunnar voru sett á sölu en um var að ræða Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. Vefpressan keypti útgáfuréttinn á blöðunum árið 2015 af Fótspori ehf. en Fótspor hefur nú tekið aftur yfir útgáfu blaðanna.