sudurnes.net
Hefja útgáfu á ný - Reykjanes verður Suðurnesjablaðið - Local Sudurnes
Fótspor ehf., hefur tekið yfir útgáfu landshlutablaða sem áður voru í eigu Vefpressunnar ehf. og hefur útgáfa flestra blaðanna hafist á ný eða mun hefjast fljótlega. Suðurnesjablaðið kom út í vikunni, en þar er um að ræða blað sem áður hét Reykjanes. Sigurður Jónsson, sem ritstýrði Reykjanesi ritstýrir hinu nýja blaði. Útgáfan var stöðvuð í lok nóvember síðastliðins í kjölfar eigendaskipta hjá Vefpressunni ehf. Öll landshlutablöð í eigu Pressunnar voru sett á sölu en um var að ræða Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. Vefpressan keypti útgáfuréttinn á blöðunum árið 2015 af Fótspori ehf. en Fótspor hefur nú tekið aftur yfir útgáfu blaðanna. Meira frá SuðurnesjumElsta hópferðafyrirtæki landsins keyrt í þrot rétt áður en skaðabótakrafa var tekin fyrirBjóða Reykjavíkurstrætó út til eins ársMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnGríðarleg aukning í sölu fasteigna á SuðurnesjumÖkumaður undir áhrifum fíkniefna með allt sem hugsast gat í ólagiMennta og menningarsjóður Voga auglýsir eftir umsóknumBláa lónið hagnaðist um 1,7 milljarð á síðasta ári – 860 milljónir í arðgreiðslurNafn stúlkunnar sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi – Bænastund verður haldin í kvöldNöfn mannanna sem létust í vinnuslysumNafn konunnar sem lést í slysi [...]