Nýjast á Local Suðurnes

Sjór lekur inn í rússatogara í Njarðvíkurhöfn – Unnið að því að hefja dælingu

Sjó er tekið að leka inn í rússatogarann svokallaða, sem liggur við festar í Njarðvíkurhöfn og bíður þess að vera dreginn erlendis til förgunar. Togarinn er nýkominn úr slipp í Hafnarfirði, þar sem skrokkur togarans var skoðaður fyrir flutninginn.

Starfsmenn Köfunarþjónustu Sigurðar vinna nú að því að hefja dælingu úr togaranum.