Nýjast á Local Suðurnes

Endaði í fangageymslu með föngulegri lögreglukonu – Myndband!

Samskipti bjórsmakkarans og ofursnapparans Garðars Agnesarsonar, eða Iceredneck, eins og hann kallar sig á hinum vinsæla samfélagsmiðli SnapChat, rötuðu á veraldarvefinn á dögunum í formi myndbands, en kappinn lenti í klóm lögreglunnar á Suðurnesjum og enduðu viðskipti snapparans með því að hann var vistaður í fangageymslum lögreglunnar.

Garðar fékk þó betri meðferð en margur annar, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Rétt er að taka fram að myndbandið er leikið og var unnið fyrir árshátíð Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem haldin um síðustu helgi.