Nýjast á Local Suðurnes

Kennsla í grunnskólum áfram með breyttu sniði – Foreldrar fylgist með tilkynningum

Mynd: Facebook- Ozzo

Kennsla í grunnskólum í Reykjanesbæ hefst aftur eftir páskafrí miðvikudaginn 15. apríl, en ákveðið var á fundi fræðsluráðs að skipulagsdagur yrði í grunnskólum á morgun, 14. apríl.

Foreldrar fá nánari upplýsingar um tilhögun kennslu frá kennurum með tölvupósti og á Mentor.